Innlent

Hyggst ræða við Vegagerðina um aðbúnað í Kömbunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður.
Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður.

Sýslumaðurinn á Selfossi hyggst ræða við Vegagerðina um aðbúnað í Kömbunum. Karlmaður á sjötugsaldri lést þegar bíll fór út af veginum þar í gær. Þetta er í þriðja skiptið sem bíll fer út af þar.

„Ég bíð eftir niðurstöðu úr rannsókn málsins og eftir það mun ég ræða við Vegagerðina," segir Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður. Hann segir að það sé samfélagsleg skylda allra að koma í veg fyrir að umferðarslys verði að veruleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×