Erlent

Neyddir til að sprengja sig í loft upp

Sexmenningarnir sem frelsaðir voru í dag.
Sexmenningarnir sem frelsaðir voru í dag.

Íraskir hermenn handsömuðu í dag sex táninga sem verið var að þjálfa til þess að framkvæma sjálfsmorðsárásir gegn vilja sínum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti landsins.

Þar segir að drengirnir, sem eru á aldrinum 15 til 18 ára, hafi verið í haldi hryðjuverkasamtakanna Al kaída og að neyða hafi átt þá til þess að sprengja sig upp í nágrenni við íraska og bandaríska hermenn.

Þá segir í tilkynningunni að meðlimur Al kaída frá Saudí Arabíu hafi þjálfað drengina til þess að útbúa og bera sprengjubelti en þjálfarinn mun hafa fallið í átökum við íraska herinn þegar drengirnir voru frelsaðir.

Í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti Íraks segir jafnframt að drengjunum hafi verið sagt að fjölskyldur þeirra verði drepnar færu þeir ekki að fyrirmælum hryðjuverkamannana.

Drengirnir fundust í viðmikli aðgerð íraska hersins í Mósul og nágrenni sem beint er að Al káída. Meira en 1300 manns hafa verið handteknir í aðgerðinni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×