Íslenski boltinn

KSÍ fékk ekki leyfi fyrir Eið Smára

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári verður ekki með landsliðinu á miðvikudaginn.
Eiður Smári verður ekki með landsliðinu á miðvikudaginn. Mynd/E. Stefán

Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki með íslenska landsliðinu sem mætir Wales í vináttulandsleik á miðvikudagskvöldið.

Þetta kemur fram á vef KSÍ í dag en þar kemur fram að sambandið fékk ekki leyfi frá félagsliði Eiðs Smára, Barcelona, til að fá hann í leikinn. Þar sem leikurinn er ekki leikinn á alþjóðlegum leikdegi er Barcelona ekki skylt að sleppa Eiði Smára í leikinn.

Eiður Smári hefur átt við meiðsli að stríða undanfarnar vikur og líklegt að Barcelona vilji hlífa honum við frekari meiðslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×