Enski boltinn

Nottingham Forest í ensku B-deildina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brett Ormerud og Chris Cohen, leikmenn Nottingham Forest, fagna marki.
Brett Ormerud og Chris Cohen, leikmenn Nottingham Forest, fagna marki. Nordic Photos / Getty Images

Hið fornfræga félag, Nottingham Forest, tryggði sér í dag sæti í ensku B-deildinni á næstu leiktíð eftir 3-2 sigur á Yeovil. Lokaumferðir C- og D-deildanna fóru fram í dag.

Swansea var búið að tryggja sér meistaratitilinn í C-deildinni og lauk keppni tíu stigum á undan Forest.

Doncaster, Carlisle, Leeds og Southend taka þátt í umspilskeppninni um eitt laust sæti í B-deildinni á næstu leiktíð.

Bournemouth, Gillingham, Port Vale og Luton féllu í D-deildina.

MK Dons, undir stjórn Paul Ince, urðu meistarar í D-deildinni en Peterborough og Hereford fylgja liðinu upp í C-deildina.

Stockport, Rochdale, Darlington og Wycome taka þátt í umspilskeppninni um eitt laust sæti í C-deildinni.

Mansfield og Wrexham féllu úr D-deildinni og spila því í utandeildinni á næstu leiktíð.

Á morgun fer fram lokaumferðin í ensku B-deildinni þar sem West Brom og Stoke geta tryggt sér sæti í efstu deild með því að ná að minnsta kosti jafntefli í sínum leikjum eða treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×