Enski boltinn

Real Madrid enn á eftir Young

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ashley Young.
Ashley Young.

Real Madrid hefur ekki gefist upp á tilraunum sínum í að næla í Ashley Young frá Aston Villa. Samkvæmt Daily Mail er Young nú helsta skotmark Juande Ramos, þjálfara Real.

Nú þegar er tryggt að Real Madrid fær þá Lassana Diarra og Klaas-Jan Huntelaar þegar nýtt ár gengur í garð. Talið er að Villa sætti sig ekki við minna en 25 milljónir punda fyrir Young.

Samkvæmt heimildum Daily Mail hefur það komið til umræðu innan stjórnar Real Madrid að láta Rafael van der Vaart upp í kaupverðið á Young. Van der Vaart hefur verið að glíma við meiðsli síðan hann var keyptur frá Hamburg síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×