Enski boltinn

Stoke ævintýrinu er ekki lokið

Nordic Photos / Getty Images
Eignarhaldsfélagið Stoke Holding fær endurgreiddar um 260 milljónir króna takist Stoke City að komast upp í úrvalsdeildina í vor. Þetta kemur fram í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Þegar Íslendingar keyptu 60% hlut í Stoke City í gegn Stoke Holding 1999 fyrir átta milljónir punda eða rúman milljarð, var langtímamarkmiðið að koma Stoke City upp í úrvalsdeildina því þá myndi verðmæti félagsins margfaldast.

En sjö árum síðar var þolinmæði Gunnars Þórs Gíslasonar, Magnúsar Kristinssonar og annarra hluthafa í Stoke Holding á þrotum og þeir seldu sinn hluta í Stoke til Peter Coach sumarið 2006.

Gunnar Þór staðfesti við Stöð 2 að Stoke Holding hefði fengið einungis 25% af kaupverðinu til baka við söluna og því hefðu íslensku fjárfestarnir tapað tæpum 800 milljónum á Stoke-ævintýrinu.

En Stoke Holding samdi einnig við söluna um að fá 25% eða 260 milljónir, til baka takist Stoke að komast upp í úrvalsdeildina í vor eða á næsta ári.

Á því eru góðar líkar enda trónir Stoke City í efsta sæti í ensku 1. deildinni. Gunnar Þór sagði að hugsanlega hefði Stoke Holding selt sinn hlut of snemma en vonandi tækist Stoke að komast upp því það væri 260 milljón króna virði fyrir íslensku fjárfestana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×