Hljómplata ársins: Popp/dægurtónlist 6. mars 2008 18:23 Allt fyrir ástina - Páll Óskar ,,Júrótrass" er orð sem notað er yfir hluta evrópskrar danstónlistar. Á vissan hátt fellur tónlistin á þessari plötu undir þennan umdeilda flokk en lyftir honum á hærra plan vegna glæsilegs flutnings, útsetninga og alls frágangs. Lögin eru skemmtileg og melódísk, takturinn frísklegur út í gegn og rofnar aldrei þar sem lögin eru faglega tengd saman, eins og sæmir góðum plötusnúði. Textarnir eru kapítuli út af fyrir sig í svona umhverfi; vitræn þroskasaga manns í gegnum brokkgengt ástalíf. Frágangur/Hold er mold - Megas & Senuþjófarnir Megas sendi frá sér plötutvennuna Frágang og Hold er mold með Senuþjófunum. Á þessum tveim plötum eru alls 28 lög sem sýna að það er engin þurrð hjá Megasi. Hann á greinilega nóg eftir enn. Í útsetningunum er horft til baka til hans gömlu meistaravera frá áttunda áratugnum, og textar, lög og söngur Megasar eru framúrskarandi. Tímarnir okkar - Sprengjuhöllin Sprengjuhöllin boðar endurreisn íslenska poppsins. Tímarnir okkar stendur undir öllu lofinu sem á hana hefur verið hlaðið; lagasmíðarnar eru grípandi, útsetningarnar skemmtilegar og textarnir ná að fanga tíðarandann á einstakan hátt. Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Allt fyrir ástina - Páll Óskar ,,Júrótrass" er orð sem notað er yfir hluta evrópskrar danstónlistar. Á vissan hátt fellur tónlistin á þessari plötu undir þennan umdeilda flokk en lyftir honum á hærra plan vegna glæsilegs flutnings, útsetninga og alls frágangs. Lögin eru skemmtileg og melódísk, takturinn frísklegur út í gegn og rofnar aldrei þar sem lögin eru faglega tengd saman, eins og sæmir góðum plötusnúði. Textarnir eru kapítuli út af fyrir sig í svona umhverfi; vitræn þroskasaga manns í gegnum brokkgengt ástalíf. Frágangur/Hold er mold - Megas & Senuþjófarnir Megas sendi frá sér plötutvennuna Frágang og Hold er mold með Senuþjófunum. Á þessum tveim plötum eru alls 28 lög sem sýna að það er engin þurrð hjá Megasi. Hann á greinilega nóg eftir enn. Í útsetningunum er horft til baka til hans gömlu meistaravera frá áttunda áratugnum, og textar, lög og söngur Megasar eru framúrskarandi. Tímarnir okkar - Sprengjuhöllin Sprengjuhöllin boðar endurreisn íslenska poppsins. Tímarnir okkar stendur undir öllu lofinu sem á hana hefur verið hlaðið; lagasmíðarnar eru grípandi, útsetningarnar skemmtilegar og textarnir ná að fanga tíðarandann á einstakan hátt.
Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira