Fótbolti

Rússar lögðu Walesverja

AFP

Vítaspyrnur urðu Walesverjum að falli annan leikinn í röð í undankeppni HM þegar liðið mátti þola 2-1 tap gegn Rússum í Moskvu í dag.

Hinn magnaði Gareth Bale átti skínandi leik fyrir Wales í dag, en hann misnotaði vítspyrnu í upphafi leiksins og það átti eftir að verða liðinu dýrkeypt.

Roman Pavlyuchenko kom Rússum yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en Joe Ledley jafnaði um miðjan síðari hálfleik. Það var svo varamaðurinn Pavel Pogrebnyak sem skoraði sigurmark Rússa níu mínútum fyrir leikslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×