Sport

Bolt auðveldlega í úrslitin

Elvar Geir Magnússon skrifar

Usain Bolt frá Jamaíka flaug í gegnum undanúrslitin í 200 metra hlaupi karla í dag. Hann hægði vel á sér áður en hann kom í mark en hljóp samt sem áður á 20,09 sekúndum.

Miklar líkur eru á því að Bolt, sem vann 100 metra hlaupið, muni gera atlögu að heimsmeti Michael Johnson í úrslitahlaupinu í 200 metrunum. Metið er 19,32 sekúndur og var sett á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×