Enski boltinn

Um vika í Ricardo Carvalho

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ricardo Carvalho.
Ricardo Carvalho.

Ricardo Carvalho, varnarmaður Chelsea, er farinn að taka þátt í æfingum liðsins af fullum krafti. Hann hefur átt við meiðsli á hné að stríða en nú er þessi sterki leikmaður að snúa aftur.

„Ricardo er farinn að geta æft venjulega og ég tel að það sé vika þar til hann getur spilað, í mesta lagi tíu dagar," sagði Luis Felipe Scolari, knattspyrnustjóri Chelsea.

Fyrirliðinn John Terry getur ekki leikið næstu leiki Chelsea vegna leikbanns og er því skarð í vörn þeirra bláu. Chelsea mætir West Brom á morgun og Fulham á sunnudaginn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×