Bjarna urðu á óverjandi mistök en hefur axlað ábyrgð 11. nóvember 2008 12:00 MYND/GVA Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að Bjarna Harðasyni, þingmanni flokksins, hafi orðið á mikil og óverjandi mistök en hann hafi nú axlað ábyrgð sína og það virði hann. Bjarni tilkynnti í morgun að hann hygðist segja af sér þingmennsku í kjölfar þess að hann sendi í gær aðstoðarmanni sínum fyrirmæli um að senda bréf undir nafnleynd á íslenska fjölmiðla, en í því var ráðist harkalega að Valgerði Sverrisdóttur, varaformanni flokksins. Svo illa vildi til að fyrirmælin bárust öllum fjölmiðlum landsins. „Bjarna urðu á mikil mistök sem eru óverjandi og hann hefur axla ábyrgð á þeim. Það er sjaldgæft að menn geri það með þessum hætti og ég man ekki eftir því að menn hafi gert slíkt áður. Bjarni metur þetta svo að honum hafi orðið á óverjandi mistök og það er rétt hjá honum. Ég óska honum velfarnaðar í þeim störfum sem hann hverfur nú til," segir formaður Framsóknarflokksins. Verði mönnum víti til varnaðar Í stað Bjarna kemur Helga Sigrún Harðardóttir varaþingmaður sem verið hefur framkvæmdastjóri þingflokks framsóknarmanna. Guðni segir um málið að það ætti að verða öllum víti til varnaðar og vonar að menn læri af því. „Bjarni hefur verið í baráttu við þá sem kallast hafa Evrópusinnar. Þeir eiga að hafa sína stöðu í flokkunum eins og Evrópuandstæðingar. Framsóknarflokkurinn á að skoða þessi mál og menn hafa lagt á það áherslu að vera sammála um að vera ósammála en grandskoða engu að síður stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu," segir Guðni. Aðspurður hvort hann telji flokkinn veikjast við þessa atburðarás segir Guðni að hann flokkurinn eigi að virða þessa niðurstöðu Bjarna. „Þeir sem voru ósáttir við hann geta nú fyrirgefið honum því hann hefur axlað sína ábyrgð. Þeir sem eru skoðanabræður Bjarna verða að átta sig á því að þeir verða að virða þann hóp sem er þeim ósammála og það verður auðvitað að vera gagnkvæmt. Ég tel líklegt að við náum eftir þetta enn betur saman og getum unnið af meiri ábyrgð," segir Guðni. Telur stöðu sína ekki hafa breyst Bjarni og Guðni voru nánir samstarfsmenn og um stöðu sína í flokknum eftir þessar væringar segir Guðni: „Bjarni er vígdjarfur maður og ég hef beðið hann að gæta vopna sinna og fara stundum hægar þegar honum er heitt í hamsi. Ég sé ekki að neinn geti sagt að staða mín hafi breyst við þetta. Ég er áfram formaður flokksins og ég trúi að við komum öflug til miðstjórnarfundar sem verður mikill tímamótafundur á margan hátt og þar verði menn einhuga," segir Guðni að lokum. Tengdar fréttir Bjarni segir af sér þingmennsku Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku í kjölfar þess að hann sendi í gær aðstoðarmanni sínum fyrirmæli um að senda bréf, þar sem ráðist er harkalega að Valgerði Sverrisdóttur varaformanni, undir nafnleynd á íslenska fjölmiðla. Svo illa vildi til að fyrirmælin bárust öllum fjölmiðlum landsins. 11. nóvember 2008 10:01 Prófessor: Rekur ekki minni til að sambærilegt hafi gerst áður „Þetta er nú mjög óvenjulegt og eiginlega alveg einstakt,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands þegar hann er spurður álits á afsögn Bjarna Harðarsonar þingmanns. „Hann játaði auðvitað strax í gærkvöldi að sér hefði orðið á mistök. Síðan bregst Valgerður illa við og hann hefur bara talið að þetta væri það alvarleg yfirsjón að hann gæti varla beðið kjósendur um að treysta sér áfram,“ segir Gunnar. 11. nóvember 2008 10:20 Bjarni hugðist vega að Valgerði Sverris úr launsátri Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins og bóksali hugðist senda aðstoðarmanni sínum tölvubréf nú undir kvöld. 10. nóvember 2008 21:15 Valgerður virðir ákvörðun Bjarna Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segist virða ákvörðun Bjarn Harðarsonar, flokksbróður síns, að segja af sér þingmennsku vegna bréfs sem hann hugðist láta senda fjölmiðlum undir nafnleynd og hafði að geyma harða árás á Valgerði. 11. nóvember 2008 10:22 Valgerður: Erfitt fyrir Bjarna að sitja áfram sem þingmaður Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, telur að það verði erfitt fyrir Bjarna Harðarson, þingmann flokksins, að sitja áfram sem þingmaður vegna bréfs sem hann hugðist láta senda fjölmiðlum undir nafnleynd og hafði að geyma harða árás á Valgerði. 11. nóvember 2008 08:26 Bjarni íhugar stöðu sína Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar nú stöðu sína eftir að hann sendi í gær aðstoðarmanni sínum fyrirmæli um að senda bréf, þar sem ráðist er harkalega á Valgerði Sverrisdóttur varaformanni, undir nafnleynd á íslenska fjölmiðla. Svo illa vildi til að fyrirmælin bárust öllum fjölmiðlum landsins. 11. nóvember 2008 09:33 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að Bjarna Harðasyni, þingmanni flokksins, hafi orðið á mikil og óverjandi mistök en hann hafi nú axlað ábyrgð sína og það virði hann. Bjarni tilkynnti í morgun að hann hygðist segja af sér þingmennsku í kjölfar þess að hann sendi í gær aðstoðarmanni sínum fyrirmæli um að senda bréf undir nafnleynd á íslenska fjölmiðla, en í því var ráðist harkalega að Valgerði Sverrisdóttur, varaformanni flokksins. Svo illa vildi til að fyrirmælin bárust öllum fjölmiðlum landsins. „Bjarna urðu á mikil mistök sem eru óverjandi og hann hefur axla ábyrgð á þeim. Það er sjaldgæft að menn geri það með þessum hætti og ég man ekki eftir því að menn hafi gert slíkt áður. Bjarni metur þetta svo að honum hafi orðið á óverjandi mistök og það er rétt hjá honum. Ég óska honum velfarnaðar í þeim störfum sem hann hverfur nú til," segir formaður Framsóknarflokksins. Verði mönnum víti til varnaðar Í stað Bjarna kemur Helga Sigrún Harðardóttir varaþingmaður sem verið hefur framkvæmdastjóri þingflokks framsóknarmanna. Guðni segir um málið að það ætti að verða öllum víti til varnaðar og vonar að menn læri af því. „Bjarni hefur verið í baráttu við þá sem kallast hafa Evrópusinnar. Þeir eiga að hafa sína stöðu í flokkunum eins og Evrópuandstæðingar. Framsóknarflokkurinn á að skoða þessi mál og menn hafa lagt á það áherslu að vera sammála um að vera ósammála en grandskoða engu að síður stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu," segir Guðni. Aðspurður hvort hann telji flokkinn veikjast við þessa atburðarás segir Guðni að hann flokkurinn eigi að virða þessa niðurstöðu Bjarna. „Þeir sem voru ósáttir við hann geta nú fyrirgefið honum því hann hefur axlað sína ábyrgð. Þeir sem eru skoðanabræður Bjarna verða að átta sig á því að þeir verða að virða þann hóp sem er þeim ósammála og það verður auðvitað að vera gagnkvæmt. Ég tel líklegt að við náum eftir þetta enn betur saman og getum unnið af meiri ábyrgð," segir Guðni. Telur stöðu sína ekki hafa breyst Bjarni og Guðni voru nánir samstarfsmenn og um stöðu sína í flokknum eftir þessar væringar segir Guðni: „Bjarni er vígdjarfur maður og ég hef beðið hann að gæta vopna sinna og fara stundum hægar þegar honum er heitt í hamsi. Ég sé ekki að neinn geti sagt að staða mín hafi breyst við þetta. Ég er áfram formaður flokksins og ég trúi að við komum öflug til miðstjórnarfundar sem verður mikill tímamótafundur á margan hátt og þar verði menn einhuga," segir Guðni að lokum.
Tengdar fréttir Bjarni segir af sér þingmennsku Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku í kjölfar þess að hann sendi í gær aðstoðarmanni sínum fyrirmæli um að senda bréf, þar sem ráðist er harkalega að Valgerði Sverrisdóttur varaformanni, undir nafnleynd á íslenska fjölmiðla. Svo illa vildi til að fyrirmælin bárust öllum fjölmiðlum landsins. 11. nóvember 2008 10:01 Prófessor: Rekur ekki minni til að sambærilegt hafi gerst áður „Þetta er nú mjög óvenjulegt og eiginlega alveg einstakt,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands þegar hann er spurður álits á afsögn Bjarna Harðarsonar þingmanns. „Hann játaði auðvitað strax í gærkvöldi að sér hefði orðið á mistök. Síðan bregst Valgerður illa við og hann hefur bara talið að þetta væri það alvarleg yfirsjón að hann gæti varla beðið kjósendur um að treysta sér áfram,“ segir Gunnar. 11. nóvember 2008 10:20 Bjarni hugðist vega að Valgerði Sverris úr launsátri Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins og bóksali hugðist senda aðstoðarmanni sínum tölvubréf nú undir kvöld. 10. nóvember 2008 21:15 Valgerður virðir ákvörðun Bjarna Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segist virða ákvörðun Bjarn Harðarsonar, flokksbróður síns, að segja af sér þingmennsku vegna bréfs sem hann hugðist láta senda fjölmiðlum undir nafnleynd og hafði að geyma harða árás á Valgerði. 11. nóvember 2008 10:22 Valgerður: Erfitt fyrir Bjarna að sitja áfram sem þingmaður Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, telur að það verði erfitt fyrir Bjarna Harðarson, þingmann flokksins, að sitja áfram sem þingmaður vegna bréfs sem hann hugðist láta senda fjölmiðlum undir nafnleynd og hafði að geyma harða árás á Valgerði. 11. nóvember 2008 08:26 Bjarni íhugar stöðu sína Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar nú stöðu sína eftir að hann sendi í gær aðstoðarmanni sínum fyrirmæli um að senda bréf, þar sem ráðist er harkalega á Valgerði Sverrisdóttur varaformanni, undir nafnleynd á íslenska fjölmiðla. Svo illa vildi til að fyrirmælin bárust öllum fjölmiðlum landsins. 11. nóvember 2008 09:33 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Bjarni segir af sér þingmennsku Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku í kjölfar þess að hann sendi í gær aðstoðarmanni sínum fyrirmæli um að senda bréf, þar sem ráðist er harkalega að Valgerði Sverrisdóttur varaformanni, undir nafnleynd á íslenska fjölmiðla. Svo illa vildi til að fyrirmælin bárust öllum fjölmiðlum landsins. 11. nóvember 2008 10:01
Prófessor: Rekur ekki minni til að sambærilegt hafi gerst áður „Þetta er nú mjög óvenjulegt og eiginlega alveg einstakt,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands þegar hann er spurður álits á afsögn Bjarna Harðarsonar þingmanns. „Hann játaði auðvitað strax í gærkvöldi að sér hefði orðið á mistök. Síðan bregst Valgerður illa við og hann hefur bara talið að þetta væri það alvarleg yfirsjón að hann gæti varla beðið kjósendur um að treysta sér áfram,“ segir Gunnar. 11. nóvember 2008 10:20
Bjarni hugðist vega að Valgerði Sverris úr launsátri Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins og bóksali hugðist senda aðstoðarmanni sínum tölvubréf nú undir kvöld. 10. nóvember 2008 21:15
Valgerður virðir ákvörðun Bjarna Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segist virða ákvörðun Bjarn Harðarsonar, flokksbróður síns, að segja af sér þingmennsku vegna bréfs sem hann hugðist láta senda fjölmiðlum undir nafnleynd og hafði að geyma harða árás á Valgerði. 11. nóvember 2008 10:22
Valgerður: Erfitt fyrir Bjarna að sitja áfram sem þingmaður Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, telur að það verði erfitt fyrir Bjarna Harðarson, þingmann flokksins, að sitja áfram sem þingmaður vegna bréfs sem hann hugðist láta senda fjölmiðlum undir nafnleynd og hafði að geyma harða árás á Valgerði. 11. nóvember 2008 08:26
Bjarni íhugar stöðu sína Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar nú stöðu sína eftir að hann sendi í gær aðstoðarmanni sínum fyrirmæli um að senda bréf, þar sem ráðist er harkalega á Valgerði Sverrisdóttur varaformanni, undir nafnleynd á íslenska fjölmiðla. Svo illa vildi til að fyrirmælin bárust öllum fjölmiðlum landsins. 11. nóvember 2008 09:33