Enski boltinn

Bentley vill fara í stærra félag

Elvar Geir Magnússon skrifar
David Bentley.
David Bentley.

David Bentley segir í samtali við Sky fréttastofuna að hann vilji fara frá Blackburn og í stærra félag. Bentley hefur verið í herbúðum Blackburn síðan 2005.

Hann hefur þegar fengið tækifæri með enska landsliðinu en hann segir að metnaður sinn liggi hærra en til Blackburn. Þessi 23 ára leikmaður vonast til að geta spilað í Meistaradeild Evrópu.

Bentley segir að Blackburn eigi stað í hjarta hans og honum líði vel hjá félaginu en nú sé tími til kominn að taka næsta skref.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×