Innlent

Þorsteinn Kragh áfram í gæsluvarðhald

Þorsteinn Kragh.
Þorsteinn Kragh.

Þorsteinn Kragh sem setið hefur í varðhaldi vegna fíkniefnamáls sem kom upp á Seyðisfirði í byrjun júní, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna.

Þorsteinn er grunaður um aðild að málinu en mikið magn fíkniefna fannst í húsbíl sem kom til landsins með ferjunni Norrænu. Um var að ræða 190 kg af hassi og eitthvað af kókaíni. Þorsteinn hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar.

Þá var þýskur karlmaður á sjötugsaldri einnig úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 16. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna.

Maðurinn, sem er fæddur árið 1943, var handtekinn á Seyðisfirði í byrjun september en í bíl hans fannst verulegt magn fíkniefna eða u.þ.b. 20 kg af hassi og 1,7 kg af amfetamíni. Rannsókn málsins er á lokastigi og verður það sent ríkissaksóknara á næstu dögum.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×