Sport

Jamaíka einokar gullverðlaun í spretthlaupum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Campbell-Brown að tryggja sér sigurinn.
Campbell-Brown að tryggja sér sigurinn.

Jamaíka hefur ráðið lögum og lofum í spretthlaupum á Ólympíuleikunum í Peking. Það breyttist ekki í 200 metra hlaupi kvenna þar sem Veronica Campbell-Brown tryggði sér gullverðlaunin.

Campbell-Brown var á undan Allyson Felix frá Bandaríkjunum sem tók silfrið og Kerron Stewart frá Jamaíka sem tók bronsverðlaunin.

Campbell-Brown hafði titil að verja í hlaupinu og kom í mark á 21,74 sekúndum. Jamaíka hefur nú unnið allar fjórar einstaklingsgreinarnar í spretthlaupi. Bandaríkin fá engin gullverðlaun í spretthlaupum að þessu sinni en það hefur ekki gerst síðan 1980.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×