Sport

Þrefaldur bandarískur sigur í 400 metra hlaupi

Elvar Geir Magnússon skrifar
LaShawn Merritt.
LaShawn Merritt.

Öll verðlaunin í 400 metra hlaupi karla fóru til Bandaríkjanna. LaShawn Merritt kom óvænt fyrstur í mark á 43,75 sekúndum og vann gullið. Hann bætti þar með persónulegt met.

Jeremy Wariner var talinn sigurstranglegastur en hann hafði titil að verja. Hann lenti hinsvegar í öðru sæti að þessu sinni og David Neville hafnaði í því þriðja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×