Enski boltinn

Nýr samningur á borðinu fyrir McCarthy

NordcPhotos/GettyImages

Framherjinn Benni McCarthy mun væntanlega framlengja veru sína hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Blackburn á næstu dögum. Nýr þriggja ára samningur er klár á borðinu og bíður undirritunar.

McCarthy sló í gegn á fyrsta ári sínu með Blackburn og skoraði þá 24 mörk, en hefur verið öllu rólegri á yfirstandandi leiktíð. Hann var um tíma orðaður við Chelsea en virðist nú ætla að halda áfram undir stjórn Mark Hughes á Ewood Park.

Aðeins á eftir að ganga frá atvinnuleyfi Suður-Afríkumannsins áður en samningurinn verður undirritaður, en það ætti að vera formsatriði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×