Erlent

Ekkert morð framið í Miami í einn mánuð

Ekkert morð var framið í Miami á Flórída í októbermánuði og er þetta í fyrsta sinn síðan 1966 að mánuður líður án þess að morð sé framið í borginni.

Þar að auki hefur dregið nokkup úr tíðni morða í Miami á þessu ári miðað við undanfarin ár. Allt árið í fyrra voru 87 morð framin í borginni en það sem af er þessu ári eru þau 55 talsins.

Hvað morðlausa mánuðinn varðar segir lögregluforinginn John Buhrmaster að þetta sé dásamlegt. "Það er gott met að setja þegar fólk hættir að myrða hvert annað," segir hann í samtali við Miami Herald.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×