Enski boltinn

Everton að tryggja sér Pienaar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Pienaar verður áfram á Goodison Park að öllum líkindum.
Pienaar verður áfram á Goodison Park að öllum líkindum.

Everton mun að öllum líkindum ganga frá kaupum á Steven Pieenar í þessari viku. Þessi 26 ára landsliðsmaður frá Suður-Afríku er á lánssamningi frá Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Pienaar lýsti yfir áhyggjum sínum í síðustu viku yfir því að ekki væri búið að ganga frá málum. En Everton segir að samningar hafi aldrei verið í hættu.

Everton mun greiða Dortmund 2,2 milljónir punda fyrir leikmanninn en komist var að því samkomulagi þegar gengið var frá lánssamningi hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×