Okkur vantaði 1,5 milljarð til að klára þetta 5. maí 2008 13:46 Gunnar Gíslason segist samgleðjast sínum í Stoke Mynd/Pjetur "Það var gaman að sjá að þetta gekk upp hjá þeim," sagði Gunnar Þór Gíslason, fyrrum stjórnarformaður Stoke City þegar Vísir náði tali af honum í dag. Gunnar fór fyrir Stoke City Holdings sem seldi félagið árið 2006 eftir nokkurrra ára baráttu við að koma liðinu í hóp þeirra bestu. Stoke náði um helgina að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni í fyrsta skipti síðan leiktíðina 1984-85 þegar liðið endaði í langneðsta sæti í gömlu 1. deildinni og féll með aðeins 17 stig. Gunnar og félagar hans í Stoke Holdings geta samglaðst Stoke-mönnum nú þegar liðið er komið á meðal þeirra bestu, en þeir eiga von á greiðslu upp á tvær milljónir punda (um 302 milljónum króna) vegna klásúlu í sölusamningum sem þeir gerðu fyrir tveimur árum. Gunnar samgleðst fyrrum félögum sínum hjá Stoke, en segist ekki sjá eftir sölunni á sínum tíma - Stoke Holdings hafi einfaldlega ekki geta orðið sér út um nægt fjármagn til að ná settum markmiðum og því hafi hópnum ekki verið stætt á að halda áfram baráttunni. "Mennirnir sem tóku við af okkur eru búnir að leggja talsverðan pening og eru nú að uppskera eftir því. Ég samgleðst þeim innilega og við erum líka sáttir við að fá aukagreiðslu vegna klásúlunnar sem við settum í samninga okkar þegar við seldum á sínum tíma. Við fáum tvær milljónir punda sem við eigum að fá til viðbótar í haust, sem renna til Stoke Holding. Þetta bætir við þjónustujöfnuðinn," sagði Gunnar í samtali við Vísi. En langaði hann ekki að halda baráttunni áfram á sínum tíma? "Það var bara ekki áhugi hjá hluthöfunum til að setja meiri pening í þetta og þá er mönnum ekki stætt á að halda áfram. Menn vilja gera þetta af myndarskap og ná þeim árangri sem nú er búið að ná. Ég held að það séu á milli 30 og 40 milljónir sem menn fá að lágmarki í sjónvarpsrétt fyrir að komast í úrvalsdeildina og ef við hefðum sett 10 milljónir punda í þetta fyrir tveimur árum hefði það sannarlega borgað sig og nægt til að koma liðinu upp," sagði Gunnar, sem sér ekki eftir að hafa selt af ofangreindum ástæðum. "Það var bara ekki grundvöllur fyrir því að halda áfram, því við náðum ekki að útvega nógu mikið fjármagn. Við leituðum til fjárfesta hér á Íslandi en þeir sýndu þessu ekki áhuga. Það var því ekkert við því að gera." Hann segist ekki sakna þess sérstaklega að vera í slagnum í boltanum og segir ástæðu þess að hann fór út í Stoke-ævintýrið á sínum tíma hafa verið fyrst og fremst viðskiptalegs eðlis. "Þetta var bara ákveðið tímabil og það er bara búið. Þetta var öðruvísi og það er í raun bara ágætt að þetta er búið og maður er kominn í venjulega vinnu. Við fórum upphaflega út í þetta til að reyna til að reyna að græða á þessu og ef menn hefðu haft fjármagn, úthald og kjark í að halda áfram, hefðum við örugglega náð takmörkum okkar. Það hefði verið rosalega gaman til að klára þetta, en við hefðum þurft 1,5 milljarð til að klára þetta og hluthafarnir voru ekki tilbúnir í það," sagði Gunnar. Hann fór tvisvar til Stoke í vetur og hitti þá Tony Pulis knattspyrnustjóra og eigendur félagsins. "Það fór vel á með okkur og ég heyri annað slagið í þeim. Ég á reyndar eftir að heyra í þeim eftir að úrvalsdeildarsætið var tryggt - ég ætla að leyfa þeim að sofa þetta aðeins af sér fyrst," sagði Gunnar léttur í bragði. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
"Það var gaman að sjá að þetta gekk upp hjá þeim," sagði Gunnar Þór Gíslason, fyrrum stjórnarformaður Stoke City þegar Vísir náði tali af honum í dag. Gunnar fór fyrir Stoke City Holdings sem seldi félagið árið 2006 eftir nokkurrra ára baráttu við að koma liðinu í hóp þeirra bestu. Stoke náði um helgina að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni í fyrsta skipti síðan leiktíðina 1984-85 þegar liðið endaði í langneðsta sæti í gömlu 1. deildinni og féll með aðeins 17 stig. Gunnar og félagar hans í Stoke Holdings geta samglaðst Stoke-mönnum nú þegar liðið er komið á meðal þeirra bestu, en þeir eiga von á greiðslu upp á tvær milljónir punda (um 302 milljónum króna) vegna klásúlu í sölusamningum sem þeir gerðu fyrir tveimur árum. Gunnar samgleðst fyrrum félögum sínum hjá Stoke, en segist ekki sjá eftir sölunni á sínum tíma - Stoke Holdings hafi einfaldlega ekki geta orðið sér út um nægt fjármagn til að ná settum markmiðum og því hafi hópnum ekki verið stætt á að halda áfram baráttunni. "Mennirnir sem tóku við af okkur eru búnir að leggja talsverðan pening og eru nú að uppskera eftir því. Ég samgleðst þeim innilega og við erum líka sáttir við að fá aukagreiðslu vegna klásúlunnar sem við settum í samninga okkar þegar við seldum á sínum tíma. Við fáum tvær milljónir punda sem við eigum að fá til viðbótar í haust, sem renna til Stoke Holding. Þetta bætir við þjónustujöfnuðinn," sagði Gunnar í samtali við Vísi. En langaði hann ekki að halda baráttunni áfram á sínum tíma? "Það var bara ekki áhugi hjá hluthöfunum til að setja meiri pening í þetta og þá er mönnum ekki stætt á að halda áfram. Menn vilja gera þetta af myndarskap og ná þeim árangri sem nú er búið að ná. Ég held að það séu á milli 30 og 40 milljónir sem menn fá að lágmarki í sjónvarpsrétt fyrir að komast í úrvalsdeildina og ef við hefðum sett 10 milljónir punda í þetta fyrir tveimur árum hefði það sannarlega borgað sig og nægt til að koma liðinu upp," sagði Gunnar, sem sér ekki eftir að hafa selt af ofangreindum ástæðum. "Það var bara ekki grundvöllur fyrir því að halda áfram, því við náðum ekki að útvega nógu mikið fjármagn. Við leituðum til fjárfesta hér á Íslandi en þeir sýndu þessu ekki áhuga. Það var því ekkert við því að gera." Hann segist ekki sakna þess sérstaklega að vera í slagnum í boltanum og segir ástæðu þess að hann fór út í Stoke-ævintýrið á sínum tíma hafa verið fyrst og fremst viðskiptalegs eðlis. "Þetta var bara ákveðið tímabil og það er bara búið. Þetta var öðruvísi og það er í raun bara ágætt að þetta er búið og maður er kominn í venjulega vinnu. Við fórum upphaflega út í þetta til að reyna til að reyna að græða á þessu og ef menn hefðu haft fjármagn, úthald og kjark í að halda áfram, hefðum við örugglega náð takmörkum okkar. Það hefði verið rosalega gaman til að klára þetta, en við hefðum þurft 1,5 milljarð til að klára þetta og hluthafarnir voru ekki tilbúnir í það," sagði Gunnar. Hann fór tvisvar til Stoke í vetur og hitti þá Tony Pulis knattspyrnustjóra og eigendur félagsins. "Það fór vel á með okkur og ég heyri annað slagið í þeim. Ég á reyndar eftir að heyra í þeim eftir að úrvalsdeildarsætið var tryggt - ég ætla að leyfa þeim að sofa þetta aðeins af sér fyrst," sagði Gunnar léttur í bragði.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira