Enski boltinn

McLeish nýtur stuðnings hjá Birmingham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Gold og Alex McLeish.
David Gold og Alex McLeish. Nordic Photos / Getty Images
David Gold, stjórnarformaður Birmingham, segir að Alex McLeish njóti stuðnings stjórnarinnar þó svo að liðið falli úr ensku úrvalsdeildinni.

Birmingham tapaði fyrir Fulham í gær og blasir nú fall við liðinu. Ef annað hvort Fulham eða Reading vinnur sinn leik í lokaumferðinni um næstu helgi fellur Birmingham, sama hvernig liðinu gengur í sínum leik.

McLeish sagði upp störfum sem landsliðsþjálfari Skota til að taka við Birmingham í nóvember síðastliðnum.

„Stefna stjórnarinnar er þekkt. Hún hefur verið í sextán ár við völd og aðeins rekið tvo knattspyrnustjóra," sagði Gold.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×