Fótbolti

Grétar byrjar í kvöld - Heiðar farinn heim

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Rafn Steinsson, leikmaður íslenska landsliðsins.
Grétar Rafn Steinsson, leikmaður íslenska landsliðsins.

Grétar Rafn Steinsson verður í byrjunarliði íslenska landsliðsins í kvöld en Heiðar Helguson er farinn aftur til Englands.

Þetta staðfesti Pétur Pétursson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, í samtali við Vísi í dag. Hann sagði að það hefði ekki gagnast neinum að halda Heiðari í hópnum.

„Heiðar er farinn aftur til Bolton vegna meiðslanna og læknar félagsins munu nú skoða hann," sagði Pétur.

„Grétar Rafn er hins vegar heill heilsu og mun byrja í kvöld," sagði Pétur en það eru mikil gleðitíðindi fyrir íslenska landsliðið. Hans var sárt saknað í leiknum gegn Hollandi ytra um helgina - einfaldlega vegna þess að Grétar er eini hægri bakvörðurinn í leikmannahópnum.

Pétur sagði að ekki væri enn búið að tilkynna byrjunarliðið en að það verið gert síðar í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×