Mikill fjöldi lesenda Vísis tók þátt í könnun þar sem spurt var hvort að Stefán Þórðarson, leikmaður ÍA, átti skilið að fá rauða spjaldið í leik gegn Keflavík á sunnudagskvöldið.
Naumur meirihluti þeirra sem tóku þátt taldi að Stefán hafi átt spjaldið skilið, eða 53,6 prósent. Það þýðir að 46,7 prósent svöruðu spurningunni neitandi.
Að leiknum loknum sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, að Ólafur Ragnarsson dómari leiksins hefði beitt Stefán ofbeldi með því að gefa honum rauða spjaldið. Einnig að dómarar hefðu hist á fundi fyrir leikinn þar sem rætt var hvernig ætti að taka á Skagaliðinu og þá sérstaklega Stefáni Þórðarsyni.
Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, ákvað að skjóta ummælunum til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ.
Nefndinni er heimilt að dæma Guðjón í leikbann og spyrjum við því í dag hvort að Guðjón eigi skilið að vera dæmdur í leikbann fyrir ummæli sín. Það má taka þátt í könnuninni vinstra megin á síðunni.