Fótbolti

FIFA afléttir hæðartakmörkunum

"Ekki vera hræddur, Blatter. Hæðin drepur ekki," stóð á fána mótmælenda í Cuzco í Perú
"Ekki vera hræddur, Blatter. Hæðin drepur ekki," stóð á fána mótmælenda í Cuzco í Perú AFP

Alþjóða Knattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti í dag að hæðartakmörkunum í alþjóðakeppnum hefði verið aflétt. Þetta eru góð tíðindi fyrir nokkrar af þjóðum Suður-Ameríku sem spila heimaleiki sína í mikilli hæð yfir sjávarmáli.

Forseti knatspyrnusambandsins í Bólivíu var einn þeirra sem ritað hafði FIFA bréf til að lýsa yfir óánægju sinni með hæðartakmarkanir sem FIFA kom á á sínum tíma.

Þessi tíðindi þýða að nú geta lönd eins og Bólivía, Perú og Ekvador spilað leiki sína í undankeppni HM á heimavöllum sínum, sem eru í mikilli hæð yfir sjálvarmáli og hafa uppskorið kvartanir frá gestaþjóðum sem kunna illa við að spila í þunna loftinu, of miklum raka, kulda eða hita.

Fyrst ákvað FIFA að banna landsleiki í meira en 2500 metra hæð yfir sjávarmáli, en eftir kröftug mótmæli var því slakað í 3000 metra.

Það þýddi þó enn að lönd eins og Perú og Bólivía voru langt frá því að uppfylla skilyrði FIFA, því þau spiluðu landsleiki sína í talsvert meiri hæð.

Sparkvöllur Bólivíumanna í La Paz er í 3650 metra hæð og heimavöllur Perúmanna, sem er í Cuzco, er í 3400 metra hæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×