Enski boltinn

Leikbanni Evra ekki áfrýjað

Elvar Geir Magnússon skrifar
Frá atvikinu sem átti sér stað í apríl síðastliðnum. Nordic Photos / Getty Images
Frá atvikinu sem átti sér stað í apríl síðastliðnum. Nordic Photos / Getty Images

Manchester United hefur ákveðið að áfrýja ekki fjögurra leikja banni franska bakvarðarins Patrice Evra.

Evra fékk fjögurra leikja bann og var gert að greiða 15 þúsund punda sekt fyrir hlut sinn í áflogum milli leikmanna United og vallarstarfsmanna Chelsea eftir leik liðanna á síðustu leiktíð.

Í yfirlýsingu frá United segir að félagið furði sig að mörgu leyti á þessum dómi en ætli að einbeita sér að komandi leikjum. Evra mun missa af tveimur leikjum í ensku úrvalsdeildinni og tveimur bikarleikjum.

„Af öllu því sem knattspyrnusambandið hefur gert okkur síðustu ár þá er þetta eitt það allra versta. Ég á erfitt með að trúa þessu. Það er ómögulegt að segja hvað þessir menn eru að hugsa," sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, um dóminn í síðustu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×