Enski boltinn

Hughes: Meira svona

AFP

Mark Hughes stjóri Manchester City var að vonum ánægður með sína menn eftir að þeir völtuðu yfir Hull 5-1 í dag.

"Ég var mjög ánægður með spilamennskuna í dag og við höfum sýnt svona leik áður í vetur. Það sem okkur vantar er hinsvegar stöðugleiki og nú vona ég að við getum byggt á þessari frammistöðu á síðari hluta mótsins," sagði Mark Hughes og hrósaði Stephen Ireland sérstaklega.

Ireland lagði upp þrjú mörk í leiknum og skoraði það fimmta sjálfur.

"Stephen var stórkostlegur í dag og hefur verið mjög góður í allan vetur - það var gaman fyrir hann að skora í dag," sagði Hughes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×