Enski boltinn

Bellamy til Tottenham?

Elvar Geir Magnússon skrifar

Sky greinir frá því að Tottenham eigi í viðræðum við West Ham um hugsanleg kaup á sóknarmanninum Craig Bellamy. Fjárhagsleg vandræði á Upton Park hafa vakið upp spurningar um hvort Gianfranco Zola neyðist til að selja sína bestu leikmenn.

Zola sagði á dögunum að hann myndi reyna að halda sínum helstu mönnum og hann myndi íhuga sína stöðu ef það væri ekki hægt.

Bellamy lýsti því yfir nýlega að hann væri ánægður hjá West Ham en væri þó viðbúinn því að verða seldur. „Maður veit ekki hvort þeir muni taka tilboðum eða hafna þeim," sagði Bellamy í samtali við enska fjölmiðla. „Gott dæmi er Anton Ferdinand. Ég hafði ekki hugmynd um að hann væri á leið í burtu og svo var hann seldur til Sunderland."

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, ætlar að bæta við leikmannahóp sinn á nýju ári en hefur sagt að hann muni þó ekki borga fáránlega háar upphæðir til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×