HAM stækkar punginn 15. maí 2008 00:01 Það er sjaldan lognmolla þegar HAM er á sviðinu. Rokkhátíðin Eistnaflug verður haldin í fjórða sinn á Norðfirði helgina 10.-13. júlí. „Pungurinn á hátíðinni stækkaði allverulega þegar HAM skrifaði undir," segir Stefán Magnússon, sundkennari og skipuleggjandi Eistnaflugs. „Þá vöknuðu margir enda er HAM náttúrlega besta hljómsveit í heimi." HAM endar Eistnaflugið en á undan verða Brain Police, Forgarður helvítis, Sagtmóðígur, Mammút, Æla og fjölmargar aðrar hljómsveitir búnar að ljúka sér af. Þetta verða einu tónleikar HAM á þessu ári, en sveitin fer sparlega með sig þessi misserin og lék til að mynda bara einu sinni í fyrra, á Aldrei fór ég suður á Ísafirði. „Svo verður þarna hljómsveitin Contradiction, eldgömul þýsk trash metal-öskurapahljómsveit," segir Stefán. Hann segir hátíðina aldrei hafa verið veglegri en í ár. „Við höldum ótrauð áfram enda verður haldið upp á fimm ára afmæli hátíðarinnar á næsta ári. Við erum farin að finna fyrir áhuga erlendis frá. Norska black metal-sveitin Mayhem hefur til dæmis sýnt áhuga og vill spila að ári. Ég er nú ekki viss um að maður leggi í að fá þá. Þeir eru jú þekktastir fyrir að brenna kirkjur, morð og alls konar rugl." Mikið verður um dýrðir í tónleikahaldi á Austfjörðum í júlí því helgina eftir Eistnaflug er komið að hinni árlegu LungA-hátíð á Seyðisfirði. Einni viku síðar er svo röðin komin að stórtónleikum á Borgarfirði eystri þar sem Damien Rice, Emilíana Torrini og fleiri koma fram. Austfirðir rokka því feitt í júlí. Aldrei fór ég suður Eistnaflug Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Rokkhátíðin Eistnaflug verður haldin í fjórða sinn á Norðfirði helgina 10.-13. júlí. „Pungurinn á hátíðinni stækkaði allverulega þegar HAM skrifaði undir," segir Stefán Magnússon, sundkennari og skipuleggjandi Eistnaflugs. „Þá vöknuðu margir enda er HAM náttúrlega besta hljómsveit í heimi." HAM endar Eistnaflugið en á undan verða Brain Police, Forgarður helvítis, Sagtmóðígur, Mammút, Æla og fjölmargar aðrar hljómsveitir búnar að ljúka sér af. Þetta verða einu tónleikar HAM á þessu ári, en sveitin fer sparlega með sig þessi misserin og lék til að mynda bara einu sinni í fyrra, á Aldrei fór ég suður á Ísafirði. „Svo verður þarna hljómsveitin Contradiction, eldgömul þýsk trash metal-öskurapahljómsveit," segir Stefán. Hann segir hátíðina aldrei hafa verið veglegri en í ár. „Við höldum ótrauð áfram enda verður haldið upp á fimm ára afmæli hátíðarinnar á næsta ári. Við erum farin að finna fyrir áhuga erlendis frá. Norska black metal-sveitin Mayhem hefur til dæmis sýnt áhuga og vill spila að ári. Ég er nú ekki viss um að maður leggi í að fá þá. Þeir eru jú þekktastir fyrir að brenna kirkjur, morð og alls konar rugl." Mikið verður um dýrðir í tónleikahaldi á Austfjörðum í júlí því helgina eftir Eistnaflug er komið að hinni árlegu LungA-hátíð á Seyðisfirði. Einni viku síðar er svo röðin komin að stórtónleikum á Borgarfirði eystri þar sem Damien Rice, Emilíana Torrini og fleiri koma fram. Austfirðir rokka því feitt í júlí.
Aldrei fór ég suður Eistnaflug Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“