Okkur vantaði 1,5 milljarð til að klára þetta 5. maí 2008 13:46 Gunnar Gíslason segist samgleðjast sínum í Stoke Mynd/Pjetur "Það var gaman að sjá að þetta gekk upp hjá þeim," sagði Gunnar Þór Gíslason, fyrrum stjórnarformaður Stoke City þegar Vísir náði tali af honum í dag. Gunnar fór fyrir Stoke City Holdings sem seldi félagið árið 2006 eftir nokkurrra ára baráttu við að koma liðinu í hóp þeirra bestu. Stoke náði um helgina að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni í fyrsta skipti síðan leiktíðina 1984-85 þegar liðið endaði í langneðsta sæti í gömlu 1. deildinni og féll með aðeins 17 stig. Gunnar og félagar hans í Stoke Holdings geta samglaðst Stoke-mönnum nú þegar liðið er komið á meðal þeirra bestu, en þeir eiga von á greiðslu upp á tvær milljónir punda (um 302 milljónum króna) vegna klásúlu í sölusamningum sem þeir gerðu fyrir tveimur árum. Gunnar samgleðst fyrrum félögum sínum hjá Stoke, en segist ekki sjá eftir sölunni á sínum tíma - Stoke Holdings hafi einfaldlega ekki geta orðið sér út um nægt fjármagn til að ná settum markmiðum og því hafi hópnum ekki verið stætt á að halda áfram baráttunni. "Mennirnir sem tóku við af okkur eru búnir að leggja talsverðan pening og eru nú að uppskera eftir því. Ég samgleðst þeim innilega og við erum líka sáttir við að fá aukagreiðslu vegna klásúlunnar sem við settum í samninga okkar þegar við seldum á sínum tíma. Við fáum tvær milljónir punda sem við eigum að fá til viðbótar í haust, sem renna til Stoke Holding. Þetta bætir við þjónustujöfnuðinn," sagði Gunnar í samtali við Vísi. En langaði hann ekki að halda baráttunni áfram á sínum tíma? "Það var bara ekki áhugi hjá hluthöfunum til að setja meiri pening í þetta og þá er mönnum ekki stætt á að halda áfram. Menn vilja gera þetta af myndarskap og ná þeim árangri sem nú er búið að ná. Ég held að það séu á milli 30 og 40 milljónir sem menn fá að lágmarki í sjónvarpsrétt fyrir að komast í úrvalsdeildina og ef við hefðum sett 10 milljónir punda í þetta fyrir tveimur árum hefði það sannarlega borgað sig og nægt til að koma liðinu upp," sagði Gunnar, sem sér ekki eftir að hafa selt af ofangreindum ástæðum. "Það var bara ekki grundvöllur fyrir því að halda áfram, því við náðum ekki að útvega nógu mikið fjármagn. Við leituðum til fjárfesta hér á Íslandi en þeir sýndu þessu ekki áhuga. Það var því ekkert við því að gera." Hann segist ekki sakna þess sérstaklega að vera í slagnum í boltanum og segir ástæðu þess að hann fór út í Stoke-ævintýrið á sínum tíma hafa verið fyrst og fremst viðskiptalegs eðlis. "Þetta var bara ákveðið tímabil og það er bara búið. Þetta var öðruvísi og það er í raun bara ágætt að þetta er búið og maður er kominn í venjulega vinnu. Við fórum upphaflega út í þetta til að reyna til að reyna að græða á þessu og ef menn hefðu haft fjármagn, úthald og kjark í að halda áfram, hefðum við örugglega náð takmörkum okkar. Það hefði verið rosalega gaman til að klára þetta, en við hefðum þurft 1,5 milljarð til að klára þetta og hluthafarnir voru ekki tilbúnir í það," sagði Gunnar. Hann fór tvisvar til Stoke í vetur og hitti þá Tony Pulis knattspyrnustjóra og eigendur félagsins. "Það fór vel á með okkur og ég heyri annað slagið í þeim. Ég á reyndar eftir að heyra í þeim eftir að úrvalsdeildarsætið var tryggt - ég ætla að leyfa þeim að sofa þetta aðeins af sér fyrst," sagði Gunnar léttur í bragði. Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
"Það var gaman að sjá að þetta gekk upp hjá þeim," sagði Gunnar Þór Gíslason, fyrrum stjórnarformaður Stoke City þegar Vísir náði tali af honum í dag. Gunnar fór fyrir Stoke City Holdings sem seldi félagið árið 2006 eftir nokkurrra ára baráttu við að koma liðinu í hóp þeirra bestu. Stoke náði um helgina að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni í fyrsta skipti síðan leiktíðina 1984-85 þegar liðið endaði í langneðsta sæti í gömlu 1. deildinni og féll með aðeins 17 stig. Gunnar og félagar hans í Stoke Holdings geta samglaðst Stoke-mönnum nú þegar liðið er komið á meðal þeirra bestu, en þeir eiga von á greiðslu upp á tvær milljónir punda (um 302 milljónum króna) vegna klásúlu í sölusamningum sem þeir gerðu fyrir tveimur árum. Gunnar samgleðst fyrrum félögum sínum hjá Stoke, en segist ekki sjá eftir sölunni á sínum tíma - Stoke Holdings hafi einfaldlega ekki geta orðið sér út um nægt fjármagn til að ná settum markmiðum og því hafi hópnum ekki verið stætt á að halda áfram baráttunni. "Mennirnir sem tóku við af okkur eru búnir að leggja talsverðan pening og eru nú að uppskera eftir því. Ég samgleðst þeim innilega og við erum líka sáttir við að fá aukagreiðslu vegna klásúlunnar sem við settum í samninga okkar þegar við seldum á sínum tíma. Við fáum tvær milljónir punda sem við eigum að fá til viðbótar í haust, sem renna til Stoke Holding. Þetta bætir við þjónustujöfnuðinn," sagði Gunnar í samtali við Vísi. En langaði hann ekki að halda baráttunni áfram á sínum tíma? "Það var bara ekki áhugi hjá hluthöfunum til að setja meiri pening í þetta og þá er mönnum ekki stætt á að halda áfram. Menn vilja gera þetta af myndarskap og ná þeim árangri sem nú er búið að ná. Ég held að það séu á milli 30 og 40 milljónir sem menn fá að lágmarki í sjónvarpsrétt fyrir að komast í úrvalsdeildina og ef við hefðum sett 10 milljónir punda í þetta fyrir tveimur árum hefði það sannarlega borgað sig og nægt til að koma liðinu upp," sagði Gunnar, sem sér ekki eftir að hafa selt af ofangreindum ástæðum. "Það var bara ekki grundvöllur fyrir því að halda áfram, því við náðum ekki að útvega nógu mikið fjármagn. Við leituðum til fjárfesta hér á Íslandi en þeir sýndu þessu ekki áhuga. Það var því ekkert við því að gera." Hann segist ekki sakna þess sérstaklega að vera í slagnum í boltanum og segir ástæðu þess að hann fór út í Stoke-ævintýrið á sínum tíma hafa verið fyrst og fremst viðskiptalegs eðlis. "Þetta var bara ákveðið tímabil og það er bara búið. Þetta var öðruvísi og það er í raun bara ágætt að þetta er búið og maður er kominn í venjulega vinnu. Við fórum upphaflega út í þetta til að reyna til að reyna að græða á þessu og ef menn hefðu haft fjármagn, úthald og kjark í að halda áfram, hefðum við örugglega náð takmörkum okkar. Það hefði verið rosalega gaman til að klára þetta, en við hefðum þurft 1,5 milljarð til að klára þetta og hluthafarnir voru ekki tilbúnir í það," sagði Gunnar. Hann fór tvisvar til Stoke í vetur og hitti þá Tony Pulis knattspyrnustjóra og eigendur félagsins. "Það fór vel á með okkur og ég heyri annað slagið í þeim. Ég á reyndar eftir að heyra í þeim eftir að úrvalsdeildarsætið var tryggt - ég ætla að leyfa þeim að sofa þetta aðeins af sér fyrst," sagði Gunnar léttur í bragði.
Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira