Lífið

Fær uppbyggilega gagnrýni frá Ladda

Þórhallur Þórhallsson nýtur sólarinnar nú þegar sýningum LADDI 6-TUGUR er lokið þar sem hann aðstoðaði pabba sinn.
Þórhallur Þórhallsson nýtur sólarinnar nú þegar sýningum LADDI 6-TUGUR er lokið þar sem hann aðstoðaði pabba sinn.

„Nú er ég bara að njóta sólarinnar. Ég er að bíða eftir að fá klippt uppistandið sem ég var með á Nasa sem heitir: Fyndinn í fyrra. Ég lét taka sýninguna upp því ég ætla að koma þessu á DVD," svarar Þórhallur Þórhallsson þegar Vísir spyr hvað hann aðhefst í sumar.

„Ég þarf að fara á hnén og grátbiðja útgefendur að gefa út sýninguna en ég er búinn að setja brot inn á netið og hef fengið góð viðbrögð við því. Í sýningunni geri ég aðallega grín að sjálfum mér og aðstæðum sem ég hef lent í og hvað ég var vitlaus sem krakki."





Laddi fylgist vel með Þórhalli syni sínum.

Gefur pabbi (Laddi) þér góð ráð?

„Já hann kom á sýninguna og fannst þetta mjög gott. Var mjög stoltur af stráknum. Það er nú bara uppbyggileg gagnrýni sem ég fæ frá honum. Gott að geta fengið ráð frá gamla karlinum."

„Nei, ég meina reynda karlinum," segir Þórhallur.

Sjá brot úr sýningu Þórhalls hér.






























Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.