Enski boltinn

Mellberg táraðist í kveðjuleiknum

Mellberg var hrærður yfir móttökunum á Villa Park
Mellberg var hrærður yfir móttökunum á Villa Park NordcPhotos/GettyImages

Sænski varnarjaxlinn Olof Mellberg spilaði um helgina sinn síðasta leik á Villa Park þegar lið hans Aston Villa tapaði fyrir Wigan. Mellberg er á leið til Juventus í sumar, en hann var hylltur af stuðningsmönnum Villa eftir leikinn.

Sjá mátti sænska fána, treyjur og víkingahjálma í stúkunni þar sem leikurinn var sérstaklega tileinkaður Mellberg fyrir sjö ára þjónustu við félagið.

"Það voru blendnar tilfinningar hjá mér eftir leikinn því við töpuðum honum, en það var frábært að sjá stuðningsmennina halda nafni mínu á lofti. Þarna mátti meira að segja sjá borða sem á stóð "takk fyrir minningarnar" á sænsku. Það var frábært. Ég táraðist eftir leikinn og ég á líklega eftir að minnast þessarar stundar oft," sagði sænski landsliðsmaðurinn.

Mellberg gekk í raðir Villa frá Racing Santander á Spáni árið 2001 og á að baki yfir 200 leiki fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×