Innlent

Víða hálka á landinu

Það er éljagangur á Reykjanesbraut og Suðurnesjum og víða komið slabb á veg. Þá er snjókoma og hálka á Hellisheiði og í Þrengslum. Eins er hálka, hálkublettir eða krapi nokkuð víða á Suðurlandi, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á Vesturlandi er éljagangur á Snæfellsnesi og einhver hálka eða krapi samfara því.

Á Vestfjörðum er þæfingsfærð á Hrafnseyrarheiði og Þorskafjarðarheiði en annars staðar ýmist hálka eða hálkublettir.

Á Norðurlandi er nokkur hálka, einkum í kring um Eyjafjörð og utanverðan Skagafjörð. Lágheiði er ófær.

Á Austurlandi eru víða hálkublettir en þungfært á Hellisheiði eystri.

Með suðausturströndinni er nú víða éljagangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×