Fótbolti

Byrjunarlið Íslands gegn Austurríki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson verður í byrjunarliði Íslands. Hér er hann í vináttulandsleik gegn Dönum fyrir skömmu.
Gylfi Þór Sigurðsson verður í byrjunarliði Íslands. Hér er hann í vináttulandsleik gegn Dönum fyrir skömmu.

Luka Kostic hefur valið byrjunarlið U-21 landsliðsins sem mætir Austurríki ytra í undankeppni EM 2009.

Þetta er næst síðasti leikur Íslands í riðlinum en Austurríki hefur þegar tryggt sér yfirburðasigur í riðlinum. Liðið er með sautján stig eftir sjö leiki og er enn taplaust.

Slóvakía er með átta stig, Belgía sjö og Ísland sex - öll eftir sex leiki og Kýpur er með sex stig eftri sjö leiki.

Alls eru tíu riðlar í undankeppninni og allir sigurvegarar riðlanna sem og fjögur bestu liðin í öðru sæti komast í umspil um þau sjö sæti sem eru laus í úrslitakeppninni sem fer fram í Svíþjóð á næsta ári.

Þó svo að Ísland myndi vinna báða sína leiki sem eftir eru í riðlakeppninni er ómögulegt að komast í hóp þeirra fjögurra liða sem ná bestum árangri í öðru sæti riðlanna.

Leikurinn hefst klukkan 18.30.

Byrjunarlið Íslands:

Markvörður: Þórður Ingason, Fjölni.

Aðrir leikmenn:

Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Breiðabliki

Ari Freyr Skúlason, GIF Sundsvall

Heimir Einarsson, ÍA

Hallgrímur Jónasson, Keflavík

Birkir Bjarnason, Bodö/Glimt

Eggert Gunnþór Jónsson, Hearts

Gylfi Þór Sigurðsson, Reading

Hólmar Örn Eyjólfsson, West Ham

Arnór Smárason, Heerenveen

Kolbeinn Sigþórsson, AZ Alkmaar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×