Enski boltinn

Bara Arsenal kemur til greina

Elvar Geir Magnússon skrifar
Henry er stuðningsmaður Arsenal.
Henry er stuðningsmaður Arsenal.

Thierry Henry sagði í viðtali við BBC að hann væri ánægður í herbúðum Barcelona. Ef hann kæmi aftur í enska boltann væri Arsenal eina félagið sem til greina kæmi.

Þessi þrítugi leikmaður hefur alls ekki fundið sig á Spáni og hefur verið orðaður við endurkomu til Englands.

„Ég sé ekki eftir því að hafa farið frá Arsenal. Í mínum huga er samt bara eitt lið á Englandi sem ég hugsa um. Allir þekkja ást mína á Arsenal, ég er stuðningsmaður liðsins," sagði Henry sem skoraði 174 mörk í 254 leikjum í ensku úrvalsdeildinni með Arsenal.

Vitað er að Newcastle hefur áhuga á því að fá Henry en virðist hinsvegar ekki eiga neinn möguleika á því. „Enski boltinn er frábær og ég horfi á alla leiki þaðan sem ég get horft á. Ég horfði t.d. á Stoke - Crystal Palace um daginn," sagði Henry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×