Enski boltinn

Campbell fær að spila í enska bikarnum

Frazier Campbell hefur staðið sig ágætlega hjá Tottenham
Frazier Campbell hefur staðið sig ágætlega hjá Tottenham NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn ungi Frazier Campbell hefur fengið leyfi frá Manchester United til að spila með Tottenham í enska bikarnum ef marka má frétt Daily Mail.

Campbell var lánaður til Tottenham frá United sem partur af kaupum United á Dimitar Berbatov, en var þó ekki löglegur með liðinu í bikarkeppnunum.

Tottenham ritaði United bréf með beiðni um að fá að nota Campbell í enska bikarnum og hefur fengið grænt ljós á það. Hann er hinsvegar ekki gjaldgengur í deildarbikarnum, en þar eru United og Tottenham komin í undanúrslit keppninnar.

Hinn 21 árs gamli Campbell hefur sýnt lipra spretti með Tottenham þegar hann hefur fengið tækifæri í vetur og er liðinu mikilvægur, enda hefur Tottenham ekki úr mörgum framherjum að moða.

Tottenham mætir Wigan í þriðju umferð enska bikarsins þann 2. janúar, en í deildabikarnum er liðið sem fyrr segir komið í undanúrslit þar sem það mun mæta Burnley - en United mætir Derby í hinum undanúrslitaleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×