Enski boltinn

Helgin á Englandi - Myndir

Elvar Geir Magnússon skrifar

Enski boltinn er ómissandi hluti af jólunum. Það má með sanni segja að jólahelgin á Englandi hafi verið viðburðarík.

Ljósmyndarar Getty Images voru á öllum leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og með því að smella á myndaalbúmið hér að neðan má rifja upp helgina í máli og myndum.

William Gallas vann sér inn plús í kladdann frá stuðningsmönnum Arsenal með því að skora sigurmarkið gegn Portsmouth.
Arsenal tókst þó ekki að landa þremur stigum gegn Aston Villa á öðrum degi jóla. Villa náði að jafna eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.
Robinho tryggði Manchester City jafntefli gegn Blackburn með því að skora í viðbótartíma.
City fór illa með Hull á öðrum degi jóla. Clive Brunskill, markvörður Hull, fékk ásamt samherjum sínum reiðilestur fyrir framan áhorfendur í hálfleik.
Þessir stuðningsmenn Bolton voru í jólaskapi þrátt fyrir að þeirra menn hafi tapað báðum leikjum sínum um jólahelgina.
Leikmenn Newcastle fengu góða æfingu í að taka miðju. Þeir fengu á sig sjö mörk um jólahelgina og uppskeran núll stig.
Topplið Liverpool átti ekki í vandræðum með að næla sér í sex stig um helgina. Liðið burstaði Newcastle á sunnudag.
Það tók sinn tíma fyrir Manchester United að brjóta lið Stoke á bak aftur á öðrum degi jóla.
Carlos Tevez skoraði eina mark leiksins eftir frábæran undirbúning hjá Dimitar Berbatov.
Ricardo Fuller, leikmaður Stoke, fékk að líta rauða spjaldið gegn West Ham fyrir að slá samherja sinn Andy Griffin, fyrirliða. Einum fleiri vann West Ham 2-1.
Chelsea og Newcastle gerðu jafntefli 2-2 á sunnudag. Fulham jafnaði í lok leiksins.
Chelsea vann West Brom á föstudag en Scolari var ekki sáttur við að fá aðeins stig gegn Fulham.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×