Innlent

Vongóður þrátt fyrir að 200 starfsmenn vanti

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður ÍTR, er vongóður um að það takist að ráða starfsmenn á frístundaheimili Reykjavíkurborgar. Enn vantar 200 starfsmenn á frístundarheimilin sem taka til starfa í næstu viku þegar skólar hefjast.

Kjartan segir að nú sé búið að ráða 160 starfsmenn eða helmingi fleiri og á sama tíma fyrir ári. Stórhluti þeirra sem vinna í frístundaheimilum eru háskóla- og framhaldsskólanemar sem eru þessa dagana að bíða eftir stundarskrám. ,,Ég er því mjög vongóður að staðan verði betri eftir helgi og á næstu dögum."

,,Maður getur ekki lofað neinu en þetta lítur mun betur út miðað við stöðuna fyrir ári síðan. Í lok næstu viku ættu við að vera farin að sjá heildarmyndina. Auðvitað hefðum við frá fyrsta degi viljað veita þessa þjónustu 100% en það hefur ekki tekist. Við erum með allar klær úti til að þjónustan verði sem allra best," segir Kjartan að lokum.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×