Enski boltinn

Bíómynd um Carlos Tevez í smíðum

Tevez er stoltur af örunum
Tevez er stoltur af örunum AFP

Argentínumaðurinn Carlos Tevez hjá Manchester United hefur átt viðburðaríka ævi og þegar er í smíðum handrit að kvikmynd um þennan unga markaskorara.

Tevez er oftar en ekki kallaður ljónið af félögum sínum í liði United vegna hárprýði sinnar. Honum lýst vel á handritið.

"Ég hef kíkt á handritið og mér fellur það vel í geð. Ég hef átt viðburðaríka ævi," sagði Tevez sem ólst upp við kröpp kjör í Fuerte Apache í Argentínu.

Hann skartar stórum örum og brotnum tönnum, en hefur aldrei viljað fara í lýtaaðgerð til að láta laga þetta, því hann segist stoltur af uppruna sínum.

"Ég vil ekki fara til lýtalæknis. Annað hvort tekurðu mér eins og ég er eða ekki. Örin fékk ég eftir að ég fékk pott af sjóðandi vatni ofan á mig þegar ég var lítill og tennurnar brotnuðu í áflogum," sagði Tevez í samtali við News of the World.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×