Fótbolti

Keane tryggði Trappatoni fyrsta sigurinn

Robbie Keane
Robbie Keane NordcPhotos/GettyImages

Robbie Keane skoraði eina mark leiksins þegar Írar lögðu Kólumbíumenn í vináttuleik í knattspyrnu í Lundúnum í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íra undir stjórn Ítalans Giovanni Trapattoni.

Leikurinn fór fram á Craven Cottage, heimavelli Fulham, og kom sigurmark Keane strax á þriðju mínútu.

Tyrkir lögðu Finna 2-0 í æfingaleik í kvöld og þá gerðu Holendingar og Danir 1-1 jafntefli þar sem Ruud Van Nistelrooy skoraði fyrir Hollendinga en Christian Poulsen jafnaði fyrir Dani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×