Erlent

Rottweiler gætir lambs

Sérkennileg feðginatengsl hafa myndast milli áttatíu kílóa Rottweiler-hunds og þriggja kílóa lambs í Idaho í Bandaríkjunum.

Branen-Brown fjölskyldan í norðurhluta fylkisins tók að sér tvö lömb fyrir þrem vikum en ærin móðir þeirra hafði hafnað þeim. Annað lambið dó skömmu síðar en hitt lifið og var nefnt Kanill.

Lambið var ekki lengi einmanna í garði fjölskyldunnar. Jay-Two, Rottweiler-hundurinn á heimilinu, tók ástfóstri við Kanil og gætir lambsins nú sem það væri sjáaldu augna sinna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×