Mesta peningasóunin í enska boltanum Elvar Geir Magnússon skrifar 22. júlí 2008 10:45 Andriy Shevchenko. Liðin í ensku úrvalsdeildinni eiga það til að opna veskið upp á gátt til að næla í þá leikmenn sem þeir vilja fá. Því miður tryggir upphæðin ekki árangur eins og sagan sýnir. Blaðamenn The Sun hafa tekið saman topp 10 lista yfir peningasóun í enska boltanum og einbeita sér að sóknarmönnunum. Ekkert pláss var fyrir leikmenn eins og Bosko Balaban, Francis Jeffers, Corrado Grabbi eða Rolando Bianchi. 1. Andriy Shevchenko (Chelsea) - 30 milljónir pundaMarkaskráin er ekki sú versta en hinsvegar vöktu kaupin á þessum leikmanni gríðarlega athygli. Hann er dýrasti leikmaður í sögu fótboltans í Bretlandi. Hann er í dag óþekkjanlegur frá því að hann raðaði inn mörkum fyrir AC Milan og hefur aðeins skorað níu mörk í 49 deildarleikjum. 2. Albert Luque (Newcastle) - 10 milljónir pundaNewcastle hefur verið duglegt við að kaupa leikmenn sem valda vonbrigðum en enginn þeirra kemst nálægt Luque sem kom frá Deportivo La Coruna. Spánverjinn skoraði eitt mark í 21 leik. 3. El Hadji Diouf (Liverpool) - 10 milljónir punda Var ausinn lofi eftir frammistöðuna á HM 2002 og Gerard Houllier sagði hann í sama flokki og Ronaldo og Ronaldinho. Átti að verða bjargvættur en sýndi lítið og stuðningsmenn Liverpool glöddust þegar hann fór. 4. Chris Sutton (Chelsea) - 10 milljónir pundaSutton fór hreinlega á kostum með Blackburn en hjá Chelsea floppaði hann svo um munaði og var ekki einu sinni skugginn af sjálfum sér. 5. Sergei Rebrov (Tottenham) - 11 milljónir pundaVakti gríðarlega athygli þegar hann og Shevchenko mynduðu svakalegt framherjapar hjá Dynamo Kiev. Eru báðir á þessum ágæta lista í dag! 6. Steve Marlet (Fulham) - 11,5 milljónir pundaFulham ákvað að feta í fótspor stóru liðanna og greiddi metupphæð fyrir Marlet frá Lyon. Þeir veðjuðu á rangan hest. 7. Adrian Mutu (Chelsea) - 16 milljónir pundaStuðningsmenn Chelsea gleyma Mutu ekki í bráð. Einn af fyrstu leikmönnunum sem Abramovich fékk. Fór síðan frá félaginu eftir kókaín-notkun. 8. Darren Bent (Tottenham) - 17 milljónir pundaSló í gegn hjá Charlton en gat nánast ekkert á sínu fyrsta tímabili með Tottenham. Er of snemmt að dæma hann á þennan lista? 9. Djibril Cisse (Liverpool) - 14 milljónir pundaStuðningsmenn Liverpool vildu fá næsta Fowler en fengu Cisse. Þegar hann var ekki á meiðslalistanum stóð hann samt ekki undir væntingum. 10. Jose Reyes (Arsenal) - 10,5 milljónir pundaFloppaði ekki algjörlega en stóð samt engan veginn undir væntingum. Var óþekktur á Englandi þegar Arsenal ákvað að eyða í hann. Enski boltinn Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira
Liðin í ensku úrvalsdeildinni eiga það til að opna veskið upp á gátt til að næla í þá leikmenn sem þeir vilja fá. Því miður tryggir upphæðin ekki árangur eins og sagan sýnir. Blaðamenn The Sun hafa tekið saman topp 10 lista yfir peningasóun í enska boltanum og einbeita sér að sóknarmönnunum. Ekkert pláss var fyrir leikmenn eins og Bosko Balaban, Francis Jeffers, Corrado Grabbi eða Rolando Bianchi. 1. Andriy Shevchenko (Chelsea) - 30 milljónir pundaMarkaskráin er ekki sú versta en hinsvegar vöktu kaupin á þessum leikmanni gríðarlega athygli. Hann er dýrasti leikmaður í sögu fótboltans í Bretlandi. Hann er í dag óþekkjanlegur frá því að hann raðaði inn mörkum fyrir AC Milan og hefur aðeins skorað níu mörk í 49 deildarleikjum. 2. Albert Luque (Newcastle) - 10 milljónir pundaNewcastle hefur verið duglegt við að kaupa leikmenn sem valda vonbrigðum en enginn þeirra kemst nálægt Luque sem kom frá Deportivo La Coruna. Spánverjinn skoraði eitt mark í 21 leik. 3. El Hadji Diouf (Liverpool) - 10 milljónir punda Var ausinn lofi eftir frammistöðuna á HM 2002 og Gerard Houllier sagði hann í sama flokki og Ronaldo og Ronaldinho. Átti að verða bjargvættur en sýndi lítið og stuðningsmenn Liverpool glöddust þegar hann fór. 4. Chris Sutton (Chelsea) - 10 milljónir pundaSutton fór hreinlega á kostum með Blackburn en hjá Chelsea floppaði hann svo um munaði og var ekki einu sinni skugginn af sjálfum sér. 5. Sergei Rebrov (Tottenham) - 11 milljónir pundaVakti gríðarlega athygli þegar hann og Shevchenko mynduðu svakalegt framherjapar hjá Dynamo Kiev. Eru báðir á þessum ágæta lista í dag! 6. Steve Marlet (Fulham) - 11,5 milljónir pundaFulham ákvað að feta í fótspor stóru liðanna og greiddi metupphæð fyrir Marlet frá Lyon. Þeir veðjuðu á rangan hest. 7. Adrian Mutu (Chelsea) - 16 milljónir pundaStuðningsmenn Chelsea gleyma Mutu ekki í bráð. Einn af fyrstu leikmönnunum sem Abramovich fékk. Fór síðan frá félaginu eftir kókaín-notkun. 8. Darren Bent (Tottenham) - 17 milljónir pundaSló í gegn hjá Charlton en gat nánast ekkert á sínu fyrsta tímabili með Tottenham. Er of snemmt að dæma hann á þennan lista? 9. Djibril Cisse (Liverpool) - 14 milljónir pundaStuðningsmenn Liverpool vildu fá næsta Fowler en fengu Cisse. Þegar hann var ekki á meiðslalistanum stóð hann samt ekki undir væntingum. 10. Jose Reyes (Arsenal) - 10,5 milljónir pundaFloppaði ekki algjörlega en stóð samt engan veginn undir væntingum. Var óþekktur á Englandi þegar Arsenal ákvað að eyða í hann.
Enski boltinn Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Sjá meira