Fótbolti

Terry tæpur

NordicPhotos/GettyImages

Miðvörðurinn John Terry hjá Chelsea gæti misst af leik enska landsliðsins við Kasakstan á laugardaginn eftir að hafa ekki náð að klára æfingu með liðinu í dag.

Terry á við bakmeiðsli að stríða og héldu þau honum frá æfingum í gær. Ashley Cole, Wes Brown og Stewart Downing æfðu hinsvegar með enska liðinu í dag eftir að hafa fengið hvíld í gær vegna smávægilegra meiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×