Enski boltinn

Drogba fór ekki með Chelsea til Malasíu

NordcPhotos/GettyImages

Framherjinn Didier Drogba fór ekki með félögum sínum í Chelsea í æfingaferð til Malasíu en verður þess í stað eftir á Englandi í endurhæfingu eftir hnéuppskurð.

Þetta kom fram á heimasíðu Chelsea í dag, en bresku blöðin vilja sum teikna þessi tíðindi þannig upp að Drogba sé á leið frá Chelsea. Hann hefur verið orðaður við AC Milan og Barcelona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×