Lífið

Amy syngur fyrir Abramovich í Moskvu

Söngkonan Amy Winehouse treður í næstu viku upp í í Moskvu, við opnun listagallerís sem rekið er af Dariu hukovu, kærustu rússneska milljarðamæringsins Romans Abramovich.

Zhukova, sem er fyrrverandi fyrirsæta, hefur boðið hátt í 300 manns, þeirra á meðal fjölda stjarna og listamanna, í opnunarveislu gallerísins, sem hefur hlotið nafnið Garage. Þar ætlar Zhukova að koma fyrir kaffihúsi og bókasafni, og bjóða upp á listasýningar í rými sem er á við tvo fótboltavelli. Abramovich sjálfur er mikill áhugamaður um nútímalist, og keypti fyrr á árinu verk eftir breska listamanninn Lucian Freud fyrir tæpan tvo og hálfan milljarð króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.