Enski boltinn

Wenger ætlar ekki í verslunarleiðangur í sumar

NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, ætlar ekki að fara út að versla í sumar þó lið hans gæti staðið uppi tómhent í sumar eftir fína leiktíð. Tímabilið verður undir hjá mönnum Wenger á morgun þegar þeir sækja Manchester United heim í úrvalsdeildinni.

"Við munum halda áfram á sömu braut, við munum ekki kaupa mikið í sumar. Forgangsatriðið hjá mér er að halda liðinu saman því við erum með ungt lið á mörgum sviðum. Ef við getum bætt við okkur leikmanni munum við gera það, en við förum ekki að kaupa nýjan leikmann í hverja stöðu á vellinum. Við hefðum kannski gott af því að kaupa einn reyndan leikmann," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×