Fótbolti

Þjálfari Celtic rotaður

Lennon er nýhættur að spila með Celtic
Lennon er nýhættur að spila með Celtic NordicPhotos/GettyImages
Lögreglan í Glasgow er nú að rannsaka alvarlega líkamsárás sem Neil Lennon þjálfari Celtic varð fyrir eftir grannaslag Celtic og Rangers á sunnudaginn.

Menn réðust að Lennon þar sem hann var einn á gangi eftir leikinn og rotuðu hann. Hann var fluttur á sjúkrahus með skurð á auga og heilahristing. Hann fékk síðar að fara til síns heima, en enginn hefur verið kærður fyrir árásina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×