Enski boltinn

Maradona á Anfield?

NordcPhotos/GettyImages

Argentínski miðjumaðurinn Javier Mascherano hjá Liverpool vill ólmur launa landa sínum og goðsögninni Diego Maradona með því að bjóða honum á leik á Anfield.

Maradona hefur verið óspar á hrósið í garð Mascherano, en miðjumaðurinn ungi segir Maradona vera Guð í sínum augum.

"Hann er Guð fyrir mér og ég veit að liðsfélagar mínir væru vel til í að hitta hann," sagði Mascherano í samtali við Daily Mail.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×