Enski boltinn

Everton sækir um í Intertoto

Nordic Photos / Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur sótt um að fá að vera með í Intertoto keppninni á næsta tímabili ef ske kynni að liðið kæmist ekki í Evrópukeppni í gegn um deildina.

Fjögur efstu liðin í úrvalsdeildinni komast í forkeppni Meistaradeildar og þrjú til í Uefa keppnina, en Intertoto keppnin getur líka tryggt liðum farseðilinn í Uefa keppnina.

Aston Villa, Blackburn og Manchester City hafa einnig sótt um að vera með í keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×