Enski boltinn

Þetta er móðgun við stuðningsmenn Liverpool

NordcPhotos/GettyImages

Rick Parry, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur látið eiganda félagsins Tom Hicks heyra það eftir það lak í fjölmiðla í gær að eigandinn hefði ritað Parry bréf og krafist afsagnar hans.

Parry segist enn ekki hafa séð umrætt bréf, en er greinilega misboðið. "Þetta á ekki að vera fyrsta frétt af Liverpool þessa dagana. Liðið sjálft á að vera í fréttunum, ekki svona móðganir í garð leikmanna, þjálfara og stuðningsmanna," sagði Parry og líkti uppákomunni við það að þrífa skítug nærföt frammi fyrir almenningi.

"Enginn einstaklingur, og sérstaklega ekki ég, er stærri en félagið. Félagið mun halda áfram að starfa hvað sem verður en þetta er dæmi um óeininguna sem er í brúnni. Ég einbeiti mér bara að starfi mínu," sagði Parry.


Tengdar fréttir

Hicks krefst afsagnar Parry hjá Liverpool

Sky fréttastofan greinir frá því í dag að Tom Hicks, annar eigenda Liverpool, hafi ritað Rick Parry framkvæmdastjóra félagsins bréf og krafist afsagnar hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×