Fótbolti

De Graafschap áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnar Þór Viðarsson, leikmaður De Graafschap.
Arnar Þór Viðarsson, leikmaður De Graafschap.
Hollenska úrvalsdeildarliðið De Graafschap komst í dag áfram í lokaumferð umspilskeppninnar um tvö laus sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

De Graafschap var eitt tveggja liða í úrvalsdeildinni sem þurfti að taka þátt í umspilinu ásamt sex liðum úr B-deildinni.

De Graafschap vann 3-1 sigur á Helmond Sport í dag en Arnar Þór Viðarsson kom ekki við sögu í leiknum.

Hitt úrvalsdeildarliðið er VVV Venlo sem vann 1-0 sigur á Den Haag í dag. Liðin þurfa þó að mætast þriðja sinni þar sem Den Haag vann fyrsta leikinn.

Hið sama má segja um viðureignir MVV og RKC Waalwijk annars vegar og Zwolle og Den Bosch hins vegar.

De Graafschap mætir annað hvort Zwolle eða Den Bosch í úrslitarimmu um laust sæti í úrvalsdeildinni.

Það er einnig hart barist í umspilskeppnum um sæti í Evrópukeppnunum.

PSV Eindhoven keppir í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð ásamt einu öðru liði.

Twente er komið í úrslitaleikinn um hitt sætið og mætir þar annað hvort Heerenveen eða Ajax en síðarnefnda liðið stendur betur að vígi í þeirri rimmu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×