Enski boltinn

McCarthy framlengir við Blackburn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Benni McCarthy á æfingu með landsliði Suður-Afríku.
Benni McCarthy á æfingu með landsliði Suður-Afríku.

Benni McCarthy hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Blackburn Rovers og er því samningsbundinn félaginu til sumarsins 2011.

Þessi þrítugi Suður-Afríkumaður hefur skorað 35 mörk í 87 leikjum fyrir Blackburn síðan hann var keyptur frá Porto fyrir 2,5 milljónir punda í júlí 2006. Hann var markakóngur Blackburn í fyrra með 24 mörk og hefur skorað 11 á þessu.

Viðræður milli Blackburn og McCarthy hafa staðið yfir í nokkrar vikur. Það þurfti að bíða eftir atvinnuleyfi fyrir leikmanninn til að ganga frá samningnum formlega.

McCarthy verður líklega í lykilhlutverki hjá landsliði Suður-Afríku á HM 2010 sem verður haldin í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×